Hefur þú einhvern tíma hugsað
um að hætta tóbaksnotkun
þetta er ekkert vandamál!
frænka vinar míns reykti alltaf þrjá pakka af filterslausum
á dag og varð 97 ára!

FYRSTA ÞREP

FORÍHUGUNARÞREP

(ÆTLAR EKKI AÐ
BREYTA HEGÐUN)

  • Hefur engar áætlanir að breyta hegðun
  • Vill ekki breyta hegðun sinni og fer í vörn
  • Kostir hegðunarinnar mikilvægari en gallarnir
  • Forðast upplýsingar og pælir minna en aðrir í hegðun sinni
Lesa meira

Þeir sem eru á foríhugunarþrepi ætla ekki að hætta að nota tóbak á næstunni. Þeir hafa tilhneigingu til að forðast að lesa, ræða eða hugsa um skaðsemi tóbaks. Sumir stinga höfðinu í sandinn, sumir vitna í vafasamar upplýsingar af netinu um skaðleysi tóbaks og flestir þekkja einhvern sem hefur lifað til hárrar elli þrátt fyrir að hafa notað tóbak. Það er best að eiga við tóbakshegðun á foríhugunarþrepi því að ræða almennt um skaðsemi tóbaksnotkunar og hvetja fólk til að kynna sér hana.

Er til staðar til að ræða málin, hvetur
og fræðir eftir því sem færi gefst.
Hver yrði helst ávinningurinn
að hætta að nota tóbak?
ÉG HÆTTI EINHVERN DAGINN. ÞAÐ ER ALVEG KLÁRT.
ÉG GET BARA EKKI FARIÐ AÐ HÆTTA Í FRÍINU!

ANNAÐ ÞREP

ÍHUGUNARÞREP

(Vill breyta hegðun en er
ekki búin að taka ákvörðun)

  • Er meðvitaður um áhætturnar og er alvarlega að hugsa um að breyta hegðun
  • Er að vega og meta kosti og galla en hefur ekki tekið ákvörðun um að breyta hegðun sinni
  • Meðvitaðri um kosti þess að breyta hegðun en veit af göllunum
Lesa meira

Á þessu þrepi er fólk sem ætlar að hætta að nota tóbak en ekki alveg strax. Fólk þekkir neikvæðu hliðarnar á því að nota tóbak en er einnig meðvitað um kostina. Togstreitan milli kostanna og ókostanna gerir það oft að verkum að fólk er á báðum áttum í afstöðu sinni til tóbaksnotkunar, sem getur orðið til þess að fólk stoppar lengi á þessu þrepi.

Á þessu þrepi er fólk oftast ekki mótækilegt fyrir áróðri eða þrýstingi um að hætta að nota tóbak, enda ekki búið að gera upp hug sinn. Til að fólk á þessu þrepi taki ákvörðun um hætti að nota tóbak og komist á undirbúningsþrepið þurfa kostirnir að vera mikilvægari en ókostirnir.

Talar um ástæðurnar fyrir reykingunum
og kostina við að hætta að reykja.
Ég þekki einn sem fékk aðstoð við
að hætta hjá Reyksímanum 8006030
Nú er ég alveg að fara að drepa í
Ný vika framundan – tóbakslaus

þriðja þrep

Undirbúningsþrep

(Hefur tekið ákvörðun
um að hætta)

  • Hefur tekið ákvörðun um að breyta hegðun sinni
  • Metur kosti þess að breyta hegðun mikilvægari en ókostina
  • Einstaklingar stoppa stutt á þessu stigi
Lesa meira

Í þessu þrepi eru þeir staddir sem ætla að hætta að nota tóbak í nánustu framtíð oft innan mánaðar. Undirbúningsvinnan er hafin og þeir eru sennilega búnir að ákveða daginn sem þeir ætla að hætta að nota tóbak.

Þessir einstaklingar eru líklegir til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk eða sína nánustu um þá ætlun sína að hætta að nota tóbak. Hér er fólk tilbúið til að fá aðstoð við að hætta að nota tóbak t.d frá Ráðgjöf í reykbindindi í s: 800 60 30 eða öðru heilbrigðisstarfsfólki.

Hrósar fyrir ákvörðunina og býður aðstoð sína og
bendir á leiðir sem gagnast við að hætta að nota tóbak.
Góður! Þú lítur
strax betur út
Afsakaðu hvað ég er úrilur.
Ég er að hætta í tóbakinu

fjórða þrep

Framkvæmdarþrep

(Er hætt(ur)
að nota tóbak)

  • Hefur breytt sinni hegðun 1 dag til 6 mán
  • Þarf mikið að hafa fyrir hegðunarbreytingunni áhætta á bakslagi mikil
  • Metur ávinning með hegðunarbreytingu sinni meiri en kostnaðinn
Lesa meira

Hér eru þeir sem nýlega hafa hætt að nota tóbak. Hættan á bakslagi er mikil og þeir hafa mikið fyrir því að nota ekki tóbak. Hér er er fólk vel meðvitað um að kostirnir við að hætta eru mikilvægari en ókostirnir.

Þeir sem eru á þessu þrepi þurfa að forðast aðstæður sem auka á hættuna á að fara að nota tóbak aftur. Á þessu þrepi er gott að hvetja þá til að hreyfa sig, borða holla fæðu auka annarrar heilsueflingar. Slík heilsuhegðun styrkir þá í ákvörðuninni að nota ekki tóbak.

Hrósar, styður og bendir á leiðir
til að koma í veg fyrir bakslag.
Þetta er bara allt annað líf
Manstu þegar ég stóð úti á svölum í rigningu og roki til að reykja

fimmta þrep

Viðhaldsþrep

(Hefur ekki notað
tóbak í einhvern tíma)

  • Ný hegðun orðin stöðug, hefur varað í meiri en 6 mánuði
  • Vinnur að því að koma í veg fyrir bakslag
  • Hugsar lítið um gömlu hegðunina
Lesa meira

Fólk sem sýnir tóbakshegðun á afneitunarþrepinu ætlar ekki að hætta að nota tóbak á næstunni. Einstaklingar geta verið á þessu þrepi af því að lokar augunum fyrir skaðsemi tóbaks- notkunar eða vanmetur hætturnar sem felast í notkuninni. Fólk með þessa tegund af tóbakshegðun hefur í mörgum tilvikum reynt að hætta að nota tóbak en mistekist og í kjölfarinu misst trúnna á að það sé yfir höfuð hægt. Sumir stinga höfðinu í sandinn, sumir vitna í vafasamar upplýsingar af netinu um skaðleysi tóbaks og flestir þekkja einhvern sem hefur lifað til hárrar elli þrátt fyrir að reykja.

Það er best að eiga við tóbakshegðun á afneitunarþrepi með upplýsingum um skaðsemi tóbaksnotkunar og hvatningu.

Hlutverk vinar tóbaksnotanda er að hvetja vininn til að ræða málin og kynna sér afleiðingarnar. Í mörgum tilvikum má þó búast við talsverðum undanbrögðum og tregðu til að ræða tóbaksnotkunina enda er tóbakshegðunin á afneitunarstigi.

Hrósar, styður og bendir á hættur í umhverfinu
og hvernig hugarástand getur aukið líkur á bakslagi.
VANTAR ÞIG HJÁLP VIÐ KOMAST Í GEGNUM
ÞREPIN OG HÆTTA TÓBAKSNOTKUN?
FÁÐU RÁÐGJÖF Í SÍMA: 800 60 30